Stefnumótun matvælaráðuneytisins byggir á kjaftasögum Sigurjón Þórðarson skrifar 17. febrúar 2023 12:17 Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Sjá meira
Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun