Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. febrúar 2023 20:15 Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld. KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira