Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. febrúar 2023 20:15 Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld. KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira