Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 12:26 Til vinstri eru kallar framleiddir af gervigreind sem eru að vinna að vefsíðugerð. Til hægri er Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Advania. Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. Eftir ansi stutt ferli fór ný auglýsingaherferð tæknifyrirtækisins Advania fór í loftið á fimmtudaginn. Vinna við herferðina hófst á mánudaginn en með gervigreind var hægt að framleiða allt efni á mun fljótlegri og ódýrari máta. Ein af þeim myndum sem gervigreindin framleiddi. Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Advania, segir í samtali við fréttastofu að hugmyndin hafi kraumað í kolli starfsmanna frekar lengi. Á föstudaginn í þar síðustu viku var síðan ákveðið að keyra á þetta. „Umræðan hefur aukist um alls konar gervigreind í myndvinnslu, textagerð og fleira, þannig okkur datt í hug að skoða hversu langt við komumst með gervigreindina í að framleiða markaðsherferð. Þetta tók tæpa viku. Hugmyndin kviknaði í alvöru á föstudaginn í þar síðustu viku og svo byrjuðum við á mánudaginn. Við keyrðum þetta allt út síðan á fimmtudegi,“ segir Auður. Fjallað hefur verið ítarlega um möguleika gervigreindar hér á Vísi, meðal annars þegar kemur að textaskrifum og myndvinnslu. Möguleikinn á að gera heimanám með gervigreind hefur verið skoðaður og samdi gervigreind kynningartexta fyrir þáttinn Ísland í dag á dögunum. Nokkur forrit notuð Til þess að framleiða herferðina notaðist Advania við nokkrar gerðir gervigreindar. ChatGPT til að smíða texta, MidJourny og Dall-e til að gera myndir og síðan Smartly til að koma öllu saman. „Við spurðum ChatGPT, hvað er Advania, hvað gerir Advania, hvernig snertir Advania líf fólks. Þetta var bara nokkuð „spot on“. Þannig við báðum hann um að skrifa söluræðu. Við fengum þá texta sem lýsti hvað við værum að gera til þess að hjálpa fólki með upplýsingatækni. Svo reyndum við að þýða þetta yfir á hið ylhýra en stundum kom þetta smá kómískt út. En það er hægt að þjálfa þetta betur,“ segir Auður. Útkoman í ChatGPT var eftirfarandi: Við erum með þér í ráðningaferlinu Við erum með þér í greiningu gagna Við erum með þér í skýinu Við erum með þér í öryggismálum Við erum með þér í fjarvinnunni Við erum með þér í samþættingu kerfa Við erum með þér í vefsíðu gerð Við erum með þér í rekstri tölvukerfa Íslenskur þjarkur Þessar útkomur voru síðan notaðar í auglýsingar og paraðar saman við myndir sem gervigreind hafði einnig framleitt. En myndir og texti var ekki nóg heldur þarf rödd til að lesa textann. „Við nutum liðsemi Gunnars hjá Microsoft. Það er þjarkur sem talar íslensku. það er smá óhugnanlegt hvað það kom vel út. Við þurftum smá að kenna honum, til dæmis hvernig eigi að bera fram Advania. Svo notuðum við gervigreind í að deila efninu á miðla,“ segir Auður. Þrátt fyrir mikla getu gervigreindarinnar í þessu verkefni getur hún alls ekki gert allt og þurfti aðstoð við ýmsa hluti. Þá voru sumar af myndunum sem framleiddar voru ekki góðar en að sögn Auðar verða þær einnig birtar seinna meir. Nánar má lesa um verkefnið hér. Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Eftir ansi stutt ferli fór ný auglýsingaherferð tæknifyrirtækisins Advania fór í loftið á fimmtudaginn. Vinna við herferðina hófst á mánudaginn en með gervigreind var hægt að framleiða allt efni á mun fljótlegri og ódýrari máta. Ein af þeim myndum sem gervigreindin framleiddi. Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Advania, segir í samtali við fréttastofu að hugmyndin hafi kraumað í kolli starfsmanna frekar lengi. Á föstudaginn í þar síðustu viku var síðan ákveðið að keyra á þetta. „Umræðan hefur aukist um alls konar gervigreind í myndvinnslu, textagerð og fleira, þannig okkur datt í hug að skoða hversu langt við komumst með gervigreindina í að framleiða markaðsherferð. Þetta tók tæpa viku. Hugmyndin kviknaði í alvöru á föstudaginn í þar síðustu viku og svo byrjuðum við á mánudaginn. Við keyrðum þetta allt út síðan á fimmtudegi,“ segir Auður. Fjallað hefur verið ítarlega um möguleika gervigreindar hér á Vísi, meðal annars þegar kemur að textaskrifum og myndvinnslu. Möguleikinn á að gera heimanám með gervigreind hefur verið skoðaður og samdi gervigreind kynningartexta fyrir þáttinn Ísland í dag á dögunum. Nokkur forrit notuð Til þess að framleiða herferðina notaðist Advania við nokkrar gerðir gervigreindar. ChatGPT til að smíða texta, MidJourny og Dall-e til að gera myndir og síðan Smartly til að koma öllu saman. „Við spurðum ChatGPT, hvað er Advania, hvað gerir Advania, hvernig snertir Advania líf fólks. Þetta var bara nokkuð „spot on“. Þannig við báðum hann um að skrifa söluræðu. Við fengum þá texta sem lýsti hvað við værum að gera til þess að hjálpa fólki með upplýsingatækni. Svo reyndum við að þýða þetta yfir á hið ylhýra en stundum kom þetta smá kómískt út. En það er hægt að þjálfa þetta betur,“ segir Auður. Útkoman í ChatGPT var eftirfarandi: Við erum með þér í ráðningaferlinu Við erum með þér í greiningu gagna Við erum með þér í skýinu Við erum með þér í öryggismálum Við erum með þér í fjarvinnunni Við erum með þér í samþættingu kerfa Við erum með þér í vefsíðu gerð Við erum með þér í rekstri tölvukerfa Íslenskur þjarkur Þessar útkomur voru síðan notaðar í auglýsingar og paraðar saman við myndir sem gervigreind hafði einnig framleitt. En myndir og texti var ekki nóg heldur þarf rödd til að lesa textann. „Við nutum liðsemi Gunnars hjá Microsoft. Það er þjarkur sem talar íslensku. það er smá óhugnanlegt hvað það kom vel út. Við þurftum smá að kenna honum, til dæmis hvernig eigi að bera fram Advania. Svo notuðum við gervigreind í að deila efninu á miðla,“ segir Auður. Þrátt fyrir mikla getu gervigreindarinnar í þessu verkefni getur hún alls ekki gert allt og þurfti aðstoð við ýmsa hluti. Þá voru sumar af myndunum sem framleiddar voru ekki góðar en að sögn Auðar verða þær einnig birtar seinna meir. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59
Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30