Endurhæfing Reykjalundar á sannarlega mikilvæga bakhjarla Bryndís Haraldsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 3. febrúar 2023 09:01 Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun