Handbolti

Góður leikur Al­dísar Ástu dugði ekki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Ásta átti góðan leik í kvöld.
Aldís Ásta átti góðan leik í kvöld. Skara

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Skara var tveimur mörkum yfir í hálfleik og hafði spilað glimrandi sóknarleik framan af. Í síðari hálfleik fór allt í baklás og liðið skoraði aðeins sjö mörk.

Á endanum fór það því svo að Skuru vann 24-22. Var þetta fyrsta tap Skara í dágóða stund en liðið hafði unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni.

Aldís Ásta skoraði fimm mörk í liði Skara og þá skoraði Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eitt.

Skara er í 7. sæti deildarinnar, af 12 liðum, með 16 stig að loknum 16 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.