Mólok heimtar barnfórnir Halldór Auðar Svansson skrifar 31. janúar 2023 20:01 Í Gamla testamentinu er að finna fordæmingar Guðs í garð ýmissa siða sem Ísraelsmönnum var bannað að ástunda samkvæmt lögmáli Móse. Einn slíkur siður er barnfórnir, en guðinum Mólok mun hafa verið færðar slíkar fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Líkt og mörg önnur minni úr Biblíunni þá hefur fordæmingin á Mólok lifað með mannkyninu inn í nútímann og stundum er vísað til Móloks þegar fjallað er um hvers kyns skammsýnar og grimmilegar fórnir. Mólok á Alþingi Einhverjum kann að þykja það full dramatískt og ósanngjarnt en undirritaður kemst samt sem áður ekki hjá því að hugsa til sögunnar af Mólok í samhengi við útlendingafrumvarpið sem afgreitt var úr nefnd til annarrar umræðu á Alþingi í síðustu viku. Í frumvarpinu og í greinargerð með því er fjallað með afar almennum hætti um hvers kyns meint vandkvæði í alþjóðlega verndarkerfinu og því er lofað að með því að færa þær fórnir sem ákvæði frumvarpsins kveða á um, þá muni skilvirkni kerfisins aukast. Í orðum sumra þeirra þingmanna sem styðja frumvarpið, innan þings sem utan, er svo gjarnan bætt um betur – mynd dregin upp af algjörlega stjórnlausu kerfi og yfirvofandi holskeflu umsækjenda um alþjóðlega vernd sem að óbreyttu mun hellast yfir okkur. Þó er það þannig að þegar spurt er út í umfang þeirra vandamála sem frumvarpið á að leysa er vanalega fátt um svör. Enda snýst frumvarpið minna um tölur eða gögn en um stemningu, um tilfinningarök – um fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Barnfórnirnar Að vísa í Mólok verður sérstaklega viðeigandi þegar skoðað er ákvæði í frumvarpinu sem er beinlínis ætlað að skerða réttindi barna – nánar til tekið að taka frá þeim réttinn til efnismeðferðar sem virkjast í gildandi lögum og reglugerð ef umsókn þeirra hefur ekki verið afgreidd að ákveðnum tíma liðnum. Um þetta sérstaka markmið segir í greinargerð með frumvarpinu: „Þannig hefur t.d. almennt verið talið ótækt að láta tafir foreldra eða umsjónarmanna bitna á rétti barna til efnislegrar meðferðar sama hversu augljósar tafir eru á málinu eða hversu einbeittur vilji var til þess að valda þessum töfum. Gildandi lagaákvæði getur því leitt til þess að fjölskyldur með börn á framfæri eða fólk í hjúskap eða sambúð geti þvingað fram efnislega málsmeðferð einfaldlega með því að tefja mál sitt viljandi.“ Úr þessu á sko aldeilis að bæta, því að í frumvarpinu er bætt inn ákvæði sem gerir hið ótæka tækt. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum þá verður mögulegt að láta tafir foreldra eða umsjónarmannaá afgreiðslu umsóknar bitna á barni. Tafir verða þá skilgreindar með þessum hætti: „Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti ekki sýnt samstarfsvilja við meðferð, úrlausn eða framkvæmd máls. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.“ Lesendum er látið eftir að leggja mat á líkurnar á því að þessu ákvæði, í kerfi þar sem öll áhersla er lögð á „skilvirkni“, á það að losa sig undan kröfum um efnismeðferð umsókna, verði ekki beitt til hins ítrasta. Lesendum er líka látið eftir að leggja mat á hvar „stjórnleysið“ í þessu kerfi liggur í raun og veru í ljósi meðal annars þess að með þessu ákvæði er í raun verið að fara gegn breytingu sem þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði á reglugerð um útlendinga þann 5. júlí 2019 í því skyni að færa þann tíma sem þarf að líða þar til börn sem eru með vernd í öðru ríki öðlast rétt á efnismeðferð fram um tvo mánuði, frá 12 mánuðum og niður í 10 mánuði. Ein höndin jók rétt barna en önnur reynir svo að draga úr honum. Barnasáttmálinn gegn Mólok Fólk kann augljóslega að hafa skiptar skoðanir á því hvaða hagsmunir vega hér þyngra – hagsmunir barns á því að fá efnismeðferð (sem þýðir auðvitað ekki sjálfkrafa samþykki) á umsókn sinni um alþjóðlega vernd þegar það hefur ílengst hér í fleiri mánuði – eða hagsmunir ríkisins á því að þurfa ekki að taka slíka umsókn til efnismeðferðar. Fólk kann líka að gera mismunandi kröfur til sönnunarbyrði í þeim efnum – stuðningsfólk frumvarpsins gerir til að mynda almennt litlar kröfur, þar sem alls óvíst er um umfang þessa meinta vanda, að foreldrar séu viljandi að þvinga fram efnismeðferð með töfum. Nú er það hins vegar svo að umsagnaraðilar, svo sem Barnaheill, UNICEF og Rauði krossinn hafa lagst gegn þessu ákvæði á þeim grunngildisforsendum að athafnir eða athafnaleysi foreldra eigi ekki að bitna á rétti barna. Rauði krossinn hefur í því samhengi vísað í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en þar segir strax í annarri grein: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima, eða sjónarmiða sem þeir láta í ljós eða skoðana þeirra.“ Það er mögulega út frá nákvæmlega þessum sjónarmiðum, sem eru bundin meðal annars í barnasáttmálann, sem að hingað til hefur þótt ótækt að láta börn líða fyrir það að foreldrar eða umsjónarmenn þeirra teljist hafa tafið umsókn um alþjóðlega vernd. Alveg óháð siðferðilegum sjónarmiðum er með innleiðingu ákvæðis sem gerir þetta tækt þannig verið að taka þá áhættu að slegið verði á putta íslenska ríkisins fyrir að brjóta á réttindum barna fyrir dómstólum – svo sem fyrir Mannréttindadómstól Evrópu – með tilheyrandi kostnaði og óskilvirkni. Þessi áhætta er tekin fyrir óvissan ávinning í nafni óvissrar skilvirkni. Segja má að þetta – vísvitandi aukin áhætta á mannréttindabrotum fyrir í skásta falli hæpinn ávinning – sé rauði þráðurinn í frumvarpinu öllu. Aum fórn handa aumum guði. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Í Gamla testamentinu er að finna fordæmingar Guðs í garð ýmissa siða sem Ísraelsmönnum var bannað að ástunda samkvæmt lögmáli Móse. Einn slíkur siður er barnfórnir, en guðinum Mólok mun hafa verið færðar slíkar fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Líkt og mörg önnur minni úr Biblíunni þá hefur fordæmingin á Mólok lifað með mannkyninu inn í nútímann og stundum er vísað til Móloks þegar fjallað er um hvers kyns skammsýnar og grimmilegar fórnir. Mólok á Alþingi Einhverjum kann að þykja það full dramatískt og ósanngjarnt en undirritaður kemst samt sem áður ekki hjá því að hugsa til sögunnar af Mólok í samhengi við útlendingafrumvarpið sem afgreitt var úr nefnd til annarrar umræðu á Alþingi í síðustu viku. Í frumvarpinu og í greinargerð með því er fjallað með afar almennum hætti um hvers kyns meint vandkvæði í alþjóðlega verndarkerfinu og því er lofað að með því að færa þær fórnir sem ákvæði frumvarpsins kveða á um, þá muni skilvirkni kerfisins aukast. Í orðum sumra þeirra þingmanna sem styðja frumvarpið, innan þings sem utan, er svo gjarnan bætt um betur – mynd dregin upp af algjörlega stjórnlausu kerfi og yfirvofandi holskeflu umsækjenda um alþjóðlega vernd sem að óbreyttu mun hellast yfir okkur. Þó er það þannig að þegar spurt er út í umfang þeirra vandamála sem frumvarpið á að leysa er vanalega fátt um svör. Enda snýst frumvarpið minna um tölur eða gögn en um stemningu, um tilfinningarök – um fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Barnfórnirnar Að vísa í Mólok verður sérstaklega viðeigandi þegar skoðað er ákvæði í frumvarpinu sem er beinlínis ætlað að skerða réttindi barna – nánar til tekið að taka frá þeim réttinn til efnismeðferðar sem virkjast í gildandi lögum og reglugerð ef umsókn þeirra hefur ekki verið afgreidd að ákveðnum tíma liðnum. Um þetta sérstaka markmið segir í greinargerð með frumvarpinu: „Þannig hefur t.d. almennt verið talið ótækt að láta tafir foreldra eða umsjónarmanna bitna á rétti barna til efnislegrar meðferðar sama hversu augljósar tafir eru á málinu eða hversu einbeittur vilji var til þess að valda þessum töfum. Gildandi lagaákvæði getur því leitt til þess að fjölskyldur með börn á framfæri eða fólk í hjúskap eða sambúð geti þvingað fram efnislega málsmeðferð einfaldlega með því að tefja mál sitt viljandi.“ Úr þessu á sko aldeilis að bæta, því að í frumvarpinu er bætt inn ákvæði sem gerir hið ótæka tækt. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum þá verður mögulegt að láta tafir foreldra eða umsjónarmannaá afgreiðslu umsóknar bitna á barni. Tafir verða þá skilgreindar með þessum hætti: „Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti ekki sýnt samstarfsvilja við meðferð, úrlausn eða framkvæmd máls. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.“ Lesendum er látið eftir að leggja mat á líkurnar á því að þessu ákvæði, í kerfi þar sem öll áhersla er lögð á „skilvirkni“, á það að losa sig undan kröfum um efnismeðferð umsókna, verði ekki beitt til hins ítrasta. Lesendum er líka látið eftir að leggja mat á hvar „stjórnleysið“ í þessu kerfi liggur í raun og veru í ljósi meðal annars þess að með þessu ákvæði er í raun verið að fara gegn breytingu sem þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði á reglugerð um útlendinga þann 5. júlí 2019 í því skyni að færa þann tíma sem þarf að líða þar til börn sem eru með vernd í öðru ríki öðlast rétt á efnismeðferð fram um tvo mánuði, frá 12 mánuðum og niður í 10 mánuði. Ein höndin jók rétt barna en önnur reynir svo að draga úr honum. Barnasáttmálinn gegn Mólok Fólk kann augljóslega að hafa skiptar skoðanir á því hvaða hagsmunir vega hér þyngra – hagsmunir barns á því að fá efnismeðferð (sem þýðir auðvitað ekki sjálfkrafa samþykki) á umsókn sinni um alþjóðlega vernd þegar það hefur ílengst hér í fleiri mánuði – eða hagsmunir ríkisins á því að þurfa ekki að taka slíka umsókn til efnismeðferðar. Fólk kann líka að gera mismunandi kröfur til sönnunarbyrði í þeim efnum – stuðningsfólk frumvarpsins gerir til að mynda almennt litlar kröfur, þar sem alls óvíst er um umfang þessa meinta vanda, að foreldrar séu viljandi að þvinga fram efnismeðferð með töfum. Nú er það hins vegar svo að umsagnaraðilar, svo sem Barnaheill, UNICEF og Rauði krossinn hafa lagst gegn þessu ákvæði á þeim grunngildisforsendum að athafnir eða athafnaleysi foreldra eigi ekki að bitna á rétti barna. Rauði krossinn hefur í því samhengi vísað í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en þar segir strax í annarri grein: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima, eða sjónarmiða sem þeir láta í ljós eða skoðana þeirra.“ Það er mögulega út frá nákvæmlega þessum sjónarmiðum, sem eru bundin meðal annars í barnasáttmálann, sem að hingað til hefur þótt ótækt að láta börn líða fyrir það að foreldrar eða umsjónarmenn þeirra teljist hafa tafið umsókn um alþjóðlega vernd. Alveg óháð siðferðilegum sjónarmiðum er með innleiðingu ákvæðis sem gerir þetta tækt þannig verið að taka þá áhættu að slegið verði á putta íslenska ríkisins fyrir að brjóta á réttindum barna fyrir dómstólum – svo sem fyrir Mannréttindadómstól Evrópu – með tilheyrandi kostnaði og óskilvirkni. Þessi áhætta er tekin fyrir óvissan ávinning í nafni óvissrar skilvirkni. Segja má að þetta – vísvitandi aukin áhætta á mannréttindabrotum fyrir í skásta falli hæpinn ávinning – sé rauði þráðurinn í frumvarpinu öllu. Aum fórn handa aumum guði. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun