Nú er komið að því að velja besta lag Sykurmolans í bæði karla- og kvennaflokki, 8 lög komust í úrslit og hafa nú verið í spilun á Xinu 977 síðan í desember.
Kosningin stendur yfir fram á miðvikudag 7. febrúar og munu úrslitin eiga þátt í því að velja sigurvegara keppninnar.
Veitt verða verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Verðlaunin eru ekki af verri endandum 250.000kr í hvorum flokki.
Hér getur þú hlustað á lögin
Danni Dæmalausi dagskrágerðarmaður á X977 hitti öll þau sem komust í úrslit á síðustu vikum og fékk að kynnast þeim aðeins betur. Hér er samantekt frá þeim heimsóknum
Sykurmolinn er í samstarfi við Orku Náttúrunnar