Nýtum tækifæri – opnum samtalið Freyr Hólm Ketilsson skrifar 30. janúar 2023 08:01 Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun