Formúla 1

Myndavélar í hjálmum Formúlu eitt ökumanna á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollendingurinn Max Verstappen hefur orðið heimsmeistari í formúlu eitt undanfarin tvö tímabil.
Hollendingurinn Max Verstappen hefur orðið heimsmeistari í formúlu eitt undanfarin tvö tímabil. Getty/Mark Thompson

Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá formúlu eitt keppnisbrautirnar með augum ökumannanna á komandi keppnistímabili.

Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, hefur nú formlega samþykkt að leyfa myndavélar í hjálmum allra ökumannanna sem taka þátt í formúlu eitt á 2023 tímabilinu.

Myndavélin er öflug en hún er samt pínulítil, bara átta millimetrar í þvermál og vegur aðeins 1,43 gramm. Ökumennirnir finna því engan mun.

Með þessari myndavél fá sjónvarpsstöðvarnar tækifæri til að sjá brautina frá sjónarhorni ökumannanna sjálfra eins og í hvaða átt þeir eru að horfa. Þetta gefur líka tækifæri til að sjá atvik í brautinni með öðrum hætti.

Alls fara fram 23 keppnir í tuttugu löndum á komandi keppnistímabili í formúlu eitt en þær fara fram í fimm heimsálfum og keppendur þurfa að ferðast í 240 klukkutíma á milli keppnisstaða.

Keppnisliðin mun ferðast 120 þúsund kílómetra og flytja með sér dót sem vegur alls fimmtán hundruð tonn.

Hér fyrir neðan má sjá öll ferðalögin sem bíða formúlu eitt liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×