Handbolti

Næst­versta heims­meistara­mót Ís­lands undir stjórn Guð­mundar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson hefur náð frábærum árangri með íslenska landsliðið en þetta HM er eitt af hans verstu mótum.
Guðmundur Guðmundsson hefur náð frábærum árangri með íslenska landsliðið en þetta HM er eitt af hans verstu mótum. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aðeins einu sinni endaði neðar á heimsmeistaramóti undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Strákarnir okkar enduðu bara í tólfta sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Þýskalandi því íslenska liðið var það lið í þriðja sæti milliriðlana sem náði slakasta árangrinum á mótinu.

Þetta þýðir að Ísland á nú enn minni möguleika á sæti í umspili um laus sæti á ÓLympíuleikunum í París 2024.

Íslenska liðið hækkaði sig reyndar um átta sæti frá síðasta heimsmeistaramóti en stefnan hafði verið sett á átta liða úrslitin og að tryggja sér sæti í fyrrnefndi umspili.

Það að liðið hafi dottið alla leið niður í tólfta sæti þýðir að íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins einu sinni endað neðar á HM undir stjórn Guðmundur Guðmundssonar.

Þetta var fimmta heimsmeistaramót Guðmundar með íslenska landsliðið og það er bara mótið í Egyptalandi fyrir tveimur árum sem hefur endað verr. Bæði heimsmeistaramót Guðmundar með danska landsliðið enduðu líka betur.

Bestu stórmót íslenska liðsins undir stjórn Guðmundar eru Ólympíuleikarnir 2008 (silfur), Evrópumótið í Austurríki 2010 (brons) og Evrópumótið í Svíþjóð 2002 (fjórða sætið).

Guðmundur hefur alls farið með íslenska liðið á fjórtán stórmót og það er aðeins á HM 2021 (20. sæti) og á EM 2004 (13. sæti) sem hann hefur endað neðar með liðið en á þessu heimsmeistaramóti í ár.

  • Versti árangur Íslands á stórmóti undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar:
  • 20. sæti á HM í Egyptalandi 2021
  • 13. sæti á EM í Slóveníu 2004
  • 12. sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi 2023
  • 11. sæti á HM í Þýskalandi og Danmörku 2019
  • 11. sæti á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020
  • 10. sæti á EM í Serbíu 2012
  • 9. sæti á ÓL í Aþenu 2004
  • 7. sæti á HM í Portúgal 2003
  • -
  • Sæti landsliða á HM undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar:
  • 5. sæti hjá Danmörku á HM í Katar 2015
  • 6. sæti hjá Íslandi á HM í Svíþjóð 2011
  • 7. sæti hjá Íslandi á HM í Portúgal 2003
  • 10. sæti hjá Danmörku á HM í Frakklando 2017
  • 11. sæti hjá Íslandi á HM í Þýskalandi og Danmörku 2019
  • 12. sæti hjá Íslandi á HM í Svíþjóð og Póllandi 2023
  • 20. sæti hjá Íslandi á HM í Egyptalandi 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×