Íslensku strákarnir sendu sænska liðstjórann hlaupandi á hótelið í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Treyjur sænsku leikmannanna stóðust ekki álagið í leik þeirra á móti Íslandi á HM í handbolta. AP/Bjorn Larsson Rosvall Íslensku strákarnir voru ekki til mikilla vandræða fyrir leikmenn sænska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti en þeir létu í það minnsta sænska liðsstjórann svitna í leik liðanna á föstudaginn. Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira