Handbolti

Hóað í Ágúst Elí til Gautaborgar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í landsleik.
Ágúst Elí Björgvinsson í landsleik. vísir/epa

Strákarnir okkar fá liðsstyrk í dag því ákveðið hefur verið að kalla á markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson.

Ágúst Elí mun æfa með strákunum í dag en þeir æfa um miðjan daginn í Gautaborg.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ætlar því að vera með þrjá markverði til taks en fyrir eru Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Ekki er getið um það í tilkynningu HSÍ af hverju ákveðið hafi verið að kalla í Ágúst en vitað er að Viktor Gísli hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.

Guðmundur mu væntanlega útskýra þetta allt fyrir æfingu liðsins á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×