Handbolti

Ólafur haltraði af æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari hugar hér að Ólafi á æfingunni.
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari hugar hér að Ólafi á æfingunni. vísir/vilhelm

Ólafur Andrés Guðmundsson verður væntanlega ekki með Íslandi gegn Grænhöfðaeyjum en hann varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Suður-Kóreu.

Ólafur fékk vont högg á lærið í leiknum og það var enn að plaga hann í dag. Hann fékk vafning á lærið og var í meðferð hjá sjúkraþjálfurum.

Hann haltraði síðan inn í rútu en markaðsstjórinn og fjölmiðlafulltrúinn, Kjartan Vídó, studdi hann sterklega þá leið.

Elvar Örn Jónsson var heldur ekki með á æfingu í dag en hann hefur verið að glíma við veikindi og haldið sig fjarri hópnum. Hann kom því  með lest til Gautaborgar á meðan hinir fóru í rútu.

Ólafur í öruggum örmum fjölmiðlafulltrúans frá Vestmannaeyjum.vísir/vilhelm

Vonandi verður Ólafur fljótur að hrista meiðslin af sér.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×