Handbolti

HM í dag: Eftir að sakna fríkadellunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjölmiðlaaðstaðan í Kristianstad er skrautlegur staður.
Fjölmiðlaaðstaðan í Kristianstad er skrautlegur staður. vísir/vilhelm

Síðasti þátturinn af HM í dag frá Kristianstad var tekinn upp í smá svekkelsiskasti yfir því að Ungverjar töpuðu með sjö marka mun gegn Portúgal.

Sex marka tap hefði þýtt að Ísland hefði unnið riðilinn. Alltaf sama sagan með þessa Ungverja. Geta ekki einu sinni tapað rétt.

Henry og Stefán ræddu leikina, vinalega fólkið í Kristianstad og matinn frábæra í fjölmiðlaaðstöðunni. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: HM í dag: 6. þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×