Lífið

Hildur vann til verð­launa á C­ritics‘ Choice

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur var tilnefnd bæði fyrir tónlistina í Tár og Women Talking.
Hildur var tilnefnd bæði fyrir tónlistina í Tár og Women Talking. Getty

Hildur Guðnadóttir vann til verðlauna fyrir bestu tónlist í kvikmynd á Critics‘ Choice verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.

Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni Tár sem skartar Cate Blanchett í aðalhlutverki.

Hildur var tilnefnd bæði fyrir tónlistina í myndinni Tár og myndinni Women Talking. Auk hennar voru Michael Giacchino (The Batman), Justin Hurwitz (Babylon), John Williams (The Fabelmans) og Alexandre Desplat (Guillermo del Toro’s Pinocchio) tilnefnd í flokknum.

Kvikmyndin Everything Everywhere All at Once í leikstjórn þeirra Daniel Kwan og Daniel Scheinert vann til verðlauna sem besta kvikmyndin á hátíðinni. Þeir Kwan og Scheinert hlutu sömuleiðis verðlaun fyrir bestu leikstjórn, en alls hlaut myndin fimm verðlaun á hátíðinni.

Blanchett hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Tár og Brendan Fraser sem besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir myndina The Whale.

Ke Huy Quan hlaut verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Everything Everywhere og Angela Bassett sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Black Panther: Wakanda Forever.


Tengdar fréttir

Tónlistin í Babylon þótti best

Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×