Handbolti

„Mikið eftir af þessu móti“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur á fjölmiðlahittingi landsliðsins í gær.
Guðmundur á fjölmiðlahittingi landsliðsins í gær. vísir/vilhelm

„Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum.

„Þetta var erfitt og margar tilfinningar sem fara í gegnum hugann.“

Guðmundur segir að fyrstu 42 mínúturnar hafi verið stórkostlegar hjá liðinu en síðan sigldi skipið í strand.

„Við förum illa að ráði okkar. Við erum að stytta sóknir. Tökum léleg skot og tæknifeila sem við gerum ekki oft. Það er ákveðið agaleysi sem gerir vart við sig. Menn að reyna hluti sem þeir eiga ekki gera. Það eru ekki til harðari gagnrýnendur á sjálfa sig en við. Við skoðum þetta mjög vel og getum gert margt betur,“ segir þjálfarinn en hefði hann ekki átt að grípa fyrr í taumana?

„Maður getur alltaf skoðað það. Það eru ákveðnir hlutir þar sem eftir á hyggja má skoða. Við á bekknum erum í núinu og svo er auðvelt að segja eitthvað eftir á,“ segir þjálfarinn sem hefur aðeins spila á níu útileikmönnum. Af hverju rúllar hann ekki meira á liðinu?

„Mér finnst við hafa náð að gera þetta mjög vel svona. Liðið spilaði stórkostlega lengi vel gegn Ungverjum. Þetta er það sem ég veðjaði á í þessum fyrst leikjum. Ég skal bara viðurkenna það.“

Þó svo þetta tap geri framhaldið miklu erfiðara þá eru menn ekkert af baki dottnir.

„Árið 2008 unnum við tvo leiki af fimm í riðlinum en fengum silfur. Á EM 2010 gerðum við fyrst tvö jafntefli við lið sem við áttum að vinna. Við enduðum með brons. Það er mjög mikið eftir af þessu móti.“

Klippa: Guðmundur segir nóg eftir af mótinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×