Handbolti

Græn­höfða­eyjar unnu sinn fyrsta sigur í sögu HM | Ung­verjar fóru létt með S-Kóreu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Máté Lékai var markahæstur hjá Ungverjum í kvöld.
Máté Lékai var markahæstur hjá Ungverjum í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru búnir. Ungverjar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu en liðin eru í D-riðli, sama riðli og Ísland leikur í. Slóvenía fór létt með Sádi-Arabíu, Grænhöfðaeyjar unnu Úrúgvæ og Íran kom til baka gegn Síle.

Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk.

Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor.

Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk.

Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×