Höllin tekur 4700 manns í sæti og er búist við um þúsund Íslendingum á leikinn annað kvöld.
Höllin er ein sú minnsta á mótinu í ár en algjörlega frábær fyrir íslenska liðið. Um er að ræða algjöra gryfju og má gera ráð fyrir því að það verði blátt haf í stúkunni annað kvöld.
Spurning hvort íslenska liðið verði í raun á heimavelli.
Hér að neðan á sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók á æfingunni í dag en eins og alltaf var hitað upp í fótbolta fyrir átökin.










