Körfubolti

Höttur gefur út sér­stakt bikarlag fyrir heim­sókn í Höllina: Bikarinn á nýjan stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Timothy Guers og félagar í Hetti fá örugglega mikinn stuðning í Höllinni annað kvöld.
Timothy Guers og félagar í Hetti fá örugglega mikinn stuðning í Höllinni annað kvöld. Vísir/Bára

Höttur skrifar söguna í þessari viku þegar karlalið félagsins spilar bikarleik í Laugardalshöllinni.

Höttur hefur aldrei áður komist alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar en liðið komst þangað eftir sigur á KR í átta liða úrslitunum um miðjan desember.

Höttur mætir Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitaleiknum og í boði er úrslitaleikur á móti Stjörnunni eða Keflavík.

Það heyrist af miklum áhuga Austfirðinga á mögulega stærsta leik í íþróttasögu Austfjarða og það má búast við mörgum Hattarmönnum í Höllinni.

Hattarmenn ætla að sjá til þess að halda upp stemmningunni í Höllinni og hafa þess vegna samið bikarlag fyrir leikinn.

Í laginu er sungið um að KR sé fallið fyrir rest og að svifrykið í Vatnsmýrinni veit að eitthvað betra er til. Þá er sungið aum Austurlandið sé sameinað á einum stað og að þau vilja bikarinn á nýjan stað.

Það sem meira er að stuðningsmenn Hattar geta nú séð textann við lagið og lært hann fyrir undanúrslitaleikinn annað kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá textann og hlusta á bikarlag Hattar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×