Körfubolti

Lentu undir í leik áður en hann byrjaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Texas A&M leikmaðurinn Andre Gordon í leik með liðinu og í búningnum sem gleymdist.
Texas A&M leikmaðurinn Andre Gordon í leik með liðinu og í búningnum sem gleymdist. Getty/Ken Murray

Það er ekki gott að lenda undir í upphafi leikja hvað þá áður en hann byrjar.

Leikmenn körfuboltaliðs Texas A&M háskólans lentu hins vegar í því í bandaríska háskólakörfuboltanum á dögunum. Ástæðan var líka furðuleg og er hægt að kenna einum manni um þetta allt saman.

Liðstjórar Texas A&M gleymdu nefnilega öllum liðsbúningunum á hótelinu.

Texas-liðið var þarna í keppnisferð til Flórída fylkis og þetta kvöld mætti liðið Florida háskólans.

Liðstjórararnir brunuðu upp á hótel til að ná í búningana en dómarar leiksins sýndu þeim enga miskunn þegar þeir náðu ekki tíma fyrir upphafsflautið.

 Dómararnir dæmdu nefnilega tæknivillu á lið Texas A&M fyrir að tefja leikinn.

Leikurinn hófst því á vítaskoti leikmanns Florida sem kom sínu liði í 1-0 áður en leikklukkan fór í gang.

„Ég gleymdi treyjunum í hótelherberginu mínu,“ sagði Buzz Williams, þjálfari Texas A&M, þótt sökin væri liðstjóranna. Hann vildi ekki henda þeim fyrir rútuna því hann hafi verið liðstjóri á sínum tíma.

Leikurinn endaði líka vel fyrir lið Texas A&M sem vann hann 66-63.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×