Stjórnvöld þurfi að opna augun Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 12:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og forseti Alþýðusambandsins gengur inn í Stjórnarráðið fyrir skemmstu. Hann segir stjórnvöld sýna afkomu almennings fálæti á tímum afkomukreppu. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks. Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján. Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján.
Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira