Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. desember 2022 20:45 Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli.
Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26