Skál fyrir þér Bjarni Natan Kolbeinsson skrifar 28. desember 2022 07:01 Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Áfengi og tóbak Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar