Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Anna Katarzyna Wozniczka og Heiða Ösp Kristjánsdóttir skrifa 23. desember 2022 13:30 Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun