Viðskipti innlent

Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verðbólgan mjakast upp á við á milli mánaða.
Verðbólgan mjakast upp á við á milli mánaða. vísir/vilhelm

Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. 

Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember, sé 564,6 stig og hækki um 0,66% frá fyrri mánuði.

Verð á matvælum hækkaði um 0,6 prósent, sen hafði áhrif á vísitöluna um 0,1 prósent. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 19,4 prósent sem hafði 0,34 prósent áhrif til hækkunar.

Hagstofan hefur einnig reiknað út ársmeðaltal vísitölu neysluverðs fyrir árið sem er að líða.  Það var 545,1 stig, 8,3 prósent hærra en meðalvísitala ársins 2021. Samsvarandi breyting var 4,4 prósent árið 2021 og 2,8 prósent árið 2020.

Verðbólgan hefur undanfarna mánuði mjakast lítillega upp og niður til skiptis frá því að hún náði hámarki í júlí, er hún mældist 9,9 prósentÍ ágúst mældist hún 9,7 prósent,í september 9,3 prósent, í október 9,4 prósent og í nóvember 9,3 prósent.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“

Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×