Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2022 11:12 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“