Sækjum fram á völlinn í orkuskiptunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. desember 2022 17:00 Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson Skoðun Ef heimurinn virkaði eins og hljómsveit Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Atvinnurógur Kristófers um skemmtiferðaskipageirann Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon Skoðun Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson Skoðun Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson Skoðun Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason Skoðun Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Jakob Frímann Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnurógur Kristófers um skemmtiferðaskipageirann Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar Skoðun Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar Skoðun Ef heimurinn virkaði eins og hljómsveit Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem situr áfram fyrir sig, ekki þig Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráðamóttöku! Jakob Frímann skrifar Skoðun Óásættanlegt ástand í þjónustu við aldraða Jón Magnús skrifar Skoðun Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi Gísli Rafn Ólafsson ,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar Skoðun Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Haltu Lífi! - Öll börn eru okkar börn! Baldur Einarsson skrifar Skoðun Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar Skoðun Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Á sama tíma, á sama stað Ólöf Guðmundsdóttir,Friðrik Árnason skrifar Skoðun Mikið væri það ljúft Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar Skoðun Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir ,Gerður María Gröndal skrifar Skoðun Arðsemi vetrarþjónustu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri.
Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon Skoðun
Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar
Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi Gísli Rafn Ólafsson ,Halldóra Mogensen skrifar
Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon Skoðun