Sækjum fram á völlinn í orkuskiptunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. desember 2022 17:00 Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar