Klisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. desember 2022 09:30 Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun