„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Atli Arason skrifar 14. desember 2022 23:00 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15