Mikilvægi inngildingar innflytjenda og hlutverk nærsamfélags Nichole Leigh Mosty skrifar 9. desember 2022 08:01 Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Nichole Leigh Mosty Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar