Brjótum niður múra – alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks í dag Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 3. desember 2022 14:31 Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun