Gleðilegan fullveldisdag Kristrún Frostadóttir skrifar 1. desember 2022 13:30 Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun