Gleðilegan fullveldisdag Kristrún Frostadóttir skrifar 1. desember 2022 13:30 Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun