Gleðilegan fullveldisdag Kristrún Frostadóttir skrifar 1. desember 2022 13:30 Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar