Samningur og samvinna um meðferð við endómetríósu Willum Þór Þórsson skrifar 30. nóvember 2022 16:31 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu. Biðlistar endurspegla álag á kerfið og lengdust þeir í heimsfaraldrinum. Ef ekkert er að gert mun gliðna meira á milli þarfarinnar fyrir heilbrigðisþjónustu og þeirrar þjónustu sem að við getum veitt. Það er ljóst að nýta þarf allt heilbrigðiskerfið til þess að vinna á biðlistum og hefur undirbúningur þess efnis verið í forgangi í heilbrigðisráðuneytinu undanfarið. Til að bregðast við þessari stöðu hafa Sjúkratryggingar Íslands samið við Klíníkina um kaup á endómetríósuaðgerðum til að vinna niður biðlista og bæta aðgengi að þeim óháð efnahag. Það er mikið gleðiefni að samningar hafi náðst um þessar mikilvægu aðgerðir. Eins er samningurinn mikilvægur liður í framtíðarfyrirkomulagi þessara aðgerða og annarra. Endómetríósa Endómetríósa er langvinnur, fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á einn af hverjum tíu leghafa. Orsökin er óþekkt en sjúkdómurinn getur gengið í erfðir. Því miður er greiningartími sjúkdómsins oft langur þar sem um flókna sjúkdómsmynd er að ræða. Þekkingin á sjúkdómnum er alltaf að aukast en enn er ekki til lækning við honum. Kviðarholsspeglun er bæði notuð til greiningar og meðferðar. Stundum þarfnast hver einstaklingur fleiri en einnar aðgerðar og þær geta verið nokkuð umfangsmiklar þegar fjarlægja þarf til dæmis leg eða eggjastokk. Samtök um endómetríósu á Íslandi hafa verið ötul við að fræða samfélagið um sjúkdóminn og beita sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu við þá einstaklinga sem eiga við sjúkdóminn að etja. Samtökin hafa allt frá árinu 2006 haft það að leiðarljósi að vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisstarfsfólki að markmiðum sínum. Hið óeigingjarna starf félagsins, sem hefur einkennst af yfirvegun og fagmennsku, hefur ekki aðeins leitt til umbóta í heilbrigðisþjónustunni heldur líka vitundarvakningar um sjúkdóminn í samfélaginu almennt. Teymisvinna Á Landspítala var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi árið 2017. Nú er Klíníkin einnig að byggja upp sérhæfða þjónustu fyrir þennan sjúkdóm og er jákvætt að úrræðum sé að fjölga og þjónustan að eflast. Einnig gegna aðrar starfsstöðvar, sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar og heilsugæslan mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við þennan flókna og langvinnan sjúkdóm. Það er ljóst að teymisvinna er ekki aðeins nauðsynleg innan heilbrigðisstofnanna heldur líka milli stofnanna, úrræða, félagasamtaka, yfirvalda og einstaklinga. Er þessi samningur því mikilvægt skref í þeirri vegferð að taka saman höndum um að stytta bið og jafna aðgengi. Samvinna og samfella eru lykilbreytur í því að láta heilbrigðiskerfið ganga upp. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu. Biðlistar endurspegla álag á kerfið og lengdust þeir í heimsfaraldrinum. Ef ekkert er að gert mun gliðna meira á milli þarfarinnar fyrir heilbrigðisþjónustu og þeirrar þjónustu sem að við getum veitt. Það er ljóst að nýta þarf allt heilbrigðiskerfið til þess að vinna á biðlistum og hefur undirbúningur þess efnis verið í forgangi í heilbrigðisráðuneytinu undanfarið. Til að bregðast við þessari stöðu hafa Sjúkratryggingar Íslands samið við Klíníkina um kaup á endómetríósuaðgerðum til að vinna niður biðlista og bæta aðgengi að þeim óháð efnahag. Það er mikið gleðiefni að samningar hafi náðst um þessar mikilvægu aðgerðir. Eins er samningurinn mikilvægur liður í framtíðarfyrirkomulagi þessara aðgerða og annarra. Endómetríósa Endómetríósa er langvinnur, fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á einn af hverjum tíu leghafa. Orsökin er óþekkt en sjúkdómurinn getur gengið í erfðir. Því miður er greiningartími sjúkdómsins oft langur þar sem um flókna sjúkdómsmynd er að ræða. Þekkingin á sjúkdómnum er alltaf að aukast en enn er ekki til lækning við honum. Kviðarholsspeglun er bæði notuð til greiningar og meðferðar. Stundum þarfnast hver einstaklingur fleiri en einnar aðgerðar og þær geta verið nokkuð umfangsmiklar þegar fjarlægja þarf til dæmis leg eða eggjastokk. Samtök um endómetríósu á Íslandi hafa verið ötul við að fræða samfélagið um sjúkdóminn og beita sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu við þá einstaklinga sem eiga við sjúkdóminn að etja. Samtökin hafa allt frá árinu 2006 haft það að leiðarljósi að vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisstarfsfólki að markmiðum sínum. Hið óeigingjarna starf félagsins, sem hefur einkennst af yfirvegun og fagmennsku, hefur ekki aðeins leitt til umbóta í heilbrigðisþjónustunni heldur líka vitundarvakningar um sjúkdóminn í samfélaginu almennt. Teymisvinna Á Landspítala var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi árið 2017. Nú er Klíníkin einnig að byggja upp sérhæfða þjónustu fyrir þennan sjúkdóm og er jákvætt að úrræðum sé að fjölga og þjónustan að eflast. Einnig gegna aðrar starfsstöðvar, sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar og heilsugæslan mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við þennan flókna og langvinnan sjúkdóm. Það er ljóst að teymisvinna er ekki aðeins nauðsynleg innan heilbrigðisstofnanna heldur líka milli stofnanna, úrræða, félagasamtaka, yfirvalda og einstaklinga. Er þessi samningur því mikilvægt skref í þeirri vegferð að taka saman höndum um að stytta bið og jafna aðgengi. Samvinna og samfella eru lykilbreytur í því að láta heilbrigðiskerfið ganga upp. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun