Viðskipti erlent

Prófun á fyrsta vetnis­hreyflinum gekk vel

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vetnishreyfillinn sem prófaður var er áþekkur þessum. Myndin tengist þó fréttinni ekki beint.
Vetnishreyfillinn sem prófaður var er áþekkur þessum. Myndin tengist þó fréttinni ekki beint. Getty

Breski flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce segir að prófanir á fyrsta vetnisknúna flugvélahreyflinum hafi gengið eins og í sögu.

Reuters greinir frá og vísar í tilkynningu frá Rolls Royce, sem er næststærsti framleiðandi flugvélahreyfla í heiminum á eftir General Electric.

Flugvéla- og hreyflaframleiðendur hafa á undanförnum árum prófað sig áfram með að finna aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Líkt og Vísir hefur greint frá hefur töluverð orka verið nýtt í þróun rafmagnsflugvéla.

Einnig er horft til vetnis sem mögulegs framtíðarorkugjafa í flugi. Á vef Reuters segir að Rolls Royce hafi breytt hefðbundnum Rolls-Royce AE 2100-A flugvélahreyfli þannig að hann gengi fyrir vetni.

Prófanirnar á hreyflinum voru gerðar á jörðu niðri og gengu vel að sögn fyrirtækisins. Markmiðið er að sýna fram á vetnisknúnir hreyflar séu bæði öruggir og hæfir til að knýja flugvélar.

Ráðgert er að prófa hreyfilinn frekar svo að hægt verði að prófa að hefja flugvél til lofts með vetnisknúnum hreyflum.


Tengdar fréttir

Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum.

Fyrsta rafmagnsflugvélin í sögu íslensks flugs komin til landsins

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga kom til landsins með skipi í dag, innpökkuð í vagni. Þessari litlu tveggja sæta flugvél er ætlað að kynna Íslendingum rafvæðingu flugsins og er vonast til að hún verði komin í flugkennslu með vorinu.

„Orku­mál eru lofts­lags­mál“

Orkumálastjóri segir tækifæri liggja í nýjum stjórnarsáttamála og segir gott að loftslags- og orkumál heyri nú undir sama ráðuneyti. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.