„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:01 Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? „Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30