„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 18:41 Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga. Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. „Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“ Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35