Stríð gegn skynseminni Atli Bollason skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun