Bílar

Dieci skot­bóm­u­lyftara­sýning í Velti

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Dieci fyrir framan Velti.
Dieci fyrir framan Velti.

Veltir ætlar að halda skotbómulyftarasýningu á morgun, fimmtudag. Sýningin verður í Hádegismóum 8 í Árbæ. Á sýningunni verða Dieci Icarus 40.14, Dieci 40.17 og Dieci Pegasus 50.25 skotbómulyftarar. Einnig verður sérfræðingur frá Dieci á staðnum.

Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Velti.

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar á Íslandi fást nú hjá Velti. Dieci hefur framleitt hágæða byggingar- og landbúnaðartæki síðan 1962. Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 30 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum og fleira.

Tæki á sýningu:

Skotbúmulyftarinn Dieci Pegasus.

Dieci Icarus 40.14:

 • Afl mótors 85,1 Kw 114 hö
 • Hámarks lyftigeta 4.000 kg
 • Hámarks lyftihæð 13,4 m
 • Eiginþyngd 13.040 kg
 • Joystic stýring á glussakerfi
 • Hraðtengi manual
 • Hliðarfærsla
 • Lyftaragafflar 120X45x1200
 • Stiglaust flæðistýrt joystick
 • Glussa og rafmagns úrtök á bómu
 • LED vinnuljós á húsi og bómu
 • Bakkmyndavél og myndavél á bómu
 • Útvarp, handfrjálsbúnaður og USB
 • Loftfjaðrandi sæti
 • Stillanlegt fjórhjóla stýri

Dieci Pegasus 50.25:

 • Afl mótors 100 Kw 134 hestöfl
 • Hámarks lyftigeta 5 tonn
 • Hámarks lyftihæð 24,1 m
 • Eiginþyngd 18.000 kg
 • Joystic stýring á glussakerfi
 • Hraðtengi manual
 • Lyftaragafflar 120X45x1200
 • Stiglaust flæðistýrt joystick
 • Glussa og rafmagns úrtök á bómu
 • LED vinnuljós á húsi, bómu til hliðar og aftur
 • Bakkmyndavél og myndavél á bómu
 • Útvarp, handfrjálsbúnaður og USB
 • Loftfjaðrandi upphitað GRAMMER sæti með innbyggðum stýrispinnum (Joysticks)
 • Stillanlegt fjórhjóla stýri, 3 stillingar, krabbastýri, hliðarstýri og framhjól


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.