Bílar

Eins og ef tvær lúxu­s­kerrur eignuðust barn saman

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hongqi eHS-9-bíllinn er þvílíkur lúxusbíll.
Hongqi eHS-9-bíllinn er þvílíkur lúxusbíll. Vísir/James

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti er Hongqi e-HS9 tekinn fyrir. 

James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hongqi bíllinn sem hann prófar í þættinum er þessa stundina sá einni sinnar tegundar á landinu. Hann er 551 hestafla kínverskur rafmagnsbíll með drægni upp á 480 kílómetra. Þá er hann fjórhjóladrifinn og með nudd í sætunum.

Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér

Klippa: Tork gaur - Hongqi E-HS9

Einungis tvö sæti eru aftur í bílnum. James Einar segir aftursætin vera tilvalin fyrir fólk í viðskiptaheiminum sem vill láta keyra sig um bæinn frekar en að keyra sjálft. Þó er hægt að bæta við tveimur auka sætum aftar í bílnum ef til þess kemur. 

Líkt og áður kom fram er bíllinn rafmagnsbíll en nánast allt í honum gengur á rafmagni, meira að segja hurðarhúnarnir og innstungulokið. Þá má finna „stemningsljós“, eins og James Einar kallar þau, um allan bíl. Það eru ljós við bensíngjöfina, í hurðunum og fleiri stöðum. 

„Ef að Rolls Royce Cullinan og Lincoln Navigator myndu eignast barn saman myndi það barn sennilega líta út eins og Hongqi e-HS9-bíllinn,“ segir James Einar um útlit bílsins. 


Tengdar fréttir

Eins og að sitja í LazyBoy-stól

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti er Volvo XC90 TwinTurbo tekinn fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.