Viðskipti innlent

Ríkið fær fimm­tán milljarða króna frá Lands­virkjun

Árni Sæberg skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Egill

Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti tillögu stjórnar um fimmtán milljarða króna arðgreiðslu til eigenda í dag, en íslenska ríkið er eini eigandi fyrirtækisins.

Aðalfundur var haldinn í dag og skipaði fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í stjórn Landsvirkjunar, samkvæmt lögum um fyrirtækið.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Sú breyting varð því, að Soffía Björk kom ný inn í stjórn í stað Hákonar Hákonarsonar.

Vara­menn í stjórn Lands­virkj­un­ar eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Aukið svigrúm til aðrðgreiðslna eftir lækkun skuldahlutfalls

Aðalfundurinn samþykkti skýrslu frá­far­andi stjórn­ar og sam­stæðureikn­ing fyr­ir liðið reikn­ings­ár. Á aðal­fund­in­um var jafn­framt samþykkt til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu til ríkisins upp á fimmtán milljarða króna fyrir árið 2021. Í ávarpi stjórnarformanns í ársskýrslu 2021 segir að ákveðin tímamót í rekstri félagsins gefi svigrúm til arðgreiðslna.

„Ákveðin tímamót urðu í rekstri Landsvirkjunar árið 2021, þegar skuldahlutföll urðu sambærileg við sömu mælikvarða hjá systurfyrirtækjunum á Norðurlöndum. Þetta þýðir að ekki þarf lengur að leggja höfuðáherslu á lækkun skulda og meira svigrúm er til þess að greiða arð til eiganda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.