Barnalán vinstristjórnar Fjarðabyggðar Kristinn Þór Jónasson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun