Skoðun

Rann­sóknar­nefnd strax

Guðbrandur Einarsson skrifar

Það hefur verið áhugavert að fylgja með viðbrögðum Bankasýslunnar við skýrslu Ríkisendurskoðanda. Bæði formaður og forstjóri hafa brugðist við og virðast ekki sjá neitt athugavert við leið sem valin var, hina svokölluðu tilboðsleið. Er Ríkisendurskoðandi m.a. sakaður um vanþekkingu á viðfangsefninu og seinagang.

Þá vakti það athygli að stjórnarliðar allir sem einn ætluðu sér að nýta skýrslu Ríkisendurskoðanda til þess að dauðhreinsa sig af þeim ávirðingum sem á þá voru bornar um fúsk, óeðlileg vinnubrögð og hugsanleg lögbrot.

En eitthvað virðist vindurinn vera að snúast eftir hörð viðbrögð Bankasýslunnar við skýrslunni.

Á Facebókarsíðu Hildar Sverrisdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins mátti lesa eftirfarandi texta í gær:

„Nýjar og ítarlegar athugasemdir Bankasýslunnar vegna bankasöluskýrslunnar eru allrar athygli verðar. Ef þær reynast réttar hefur Ríkisendurskoðandi að mínu viti ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni gagnvart þinginu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður að taka mið af þessum nýju upplýsingum í meðferð sinni á málinu hér eftir.“

Málinu virðist því hvergi nærri lokið og hver höndin upp á móti annarri. Þetta hlýtur því að kalla á rannsóknarnefnd strax.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×