„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2022 13:32 Valsmenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. vísir/hulda margrét Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira