Handbolti

Darri fær nagla í ristina á föstu­dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darri Aronsson er leikmaður Union Sportive d'Ivry í Frakklandi. Hann hefur hins vegar ekki enn spilað fyrir liðið.
Darri Aronsson er leikmaður Union Sportive d'Ivry í Frakklandi. Hann hefur hins vegar ekki enn spilað fyrir liðið. Uros Hocevar/Getty Images

Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot.

Læknar Ivry hafi komist að þeirri niðurstöðu að best sé fyrir Darra að fara í aðgerð. Ristin á honum verður negld saman í aðgerðinni á föstudaginn kemur. Þetta staðfesti Darri sjálfur í viðtali við Handbolti.is.

„Þetta hefur allt tekið sinn tíma,“ sagði Darri en það kom bakslag í batann í október.

„Læknar vildu vera vissir hvort ég þyrfti að fara í aðgerð eða ekki þar sem brotið er smá gróið en ekki nóg miðað við tímann sem er liðinn frá því hún brotnaði.“

Darri segir í viðtalinu við Handbolti.is að eftir aðgerðina verði öll einbeiting sett á að ná fullum bata. Vonast hann til að geta hafið leik með Ivry þegar franska úrvalsdeildin hefst að loknu heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×