Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 10. nóvember 2022 11:31 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun