Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 16:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR þegar liðið komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. VÍSIR/DANÍEL Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira