Hannes: Pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu og bara örfáir miðar eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ánægður með nýja samninginn hjá landsliðsþjálfaranum. S2 Sport Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í dag um nýjan samning við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen sem mun þjálfa liðið út undankeppni Eurobasket 2025. Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira